Glæsileg sýning hjá Constantin
sksiglo.is | Almennt | 11.08.2012 | 20:50 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 790 | Athugasemdir ( )
Um helgina stendur yfir sýning á útskurðarmunum Constantin Bors í Bláa húsinu hjá Rauðku. Constantin lærði útskurðarlistina í Rúmeníu og starfaði við þá iðn í 10 ár þar ytra.
Á sýningunni má sjá marga stórglæsilega muni sem Constantin hefur unnið undanfarin ár og eru Siglfirðingar hvattir til að líta inn og sjá magnaða sýningu.Sýningin verður opin á morgun sunnudag 12 ágúst frá kl. 10:00 til 17:00
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir