Glæsilegt Siglfirðingakvöld á Spot annað kvöld
Nú styttist í Siglfirðingakvöldið á Spot og verður það heldur betur glæsilegt, upptroðið af tónlistamönnum og gómsætum mat. Dagskráin verður heldur ekki af verri endanum og munu Fílapenslar meðal annars troða upp í fyrsta skipti í mörg, mörg ár á höfuðborgarsvæðinu.
20:00 - Borðhald hefst
21:00 - Gleðisveitin Jói Samfestingur
22:30 - Grúskur - tónlistargjörningur
22:45 - Fílapenslarnir
00:00 – Cargo
00:30 - Max heldur uppi stuðinu fram á rauða nótt.
Ekki er ólíklegt að húsfylli verði á Siglfirðingakvöldinu og því æskilegt að pata borð í tíma fyrir hópa en sérstakur réttur kvöldsins verður „Sveittur Siglfirðingur“ sem er Gourmet hamborgari.
Miðaverð á Siglfirðingakvöldið er 1.500kr ef mætt er fyrir klukkan 22:00 en 1.800kr eftir klukkan 22:00.
Athugasemdir