Gleðimennirnir okkar knáu.
Þeir félagar Stúlli og Dúi sem skemmt hafa Siglfirðingum nær og fjær um árabil ætla að fagna nýju ári með þeim Siglfirðingum sem verða á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í stuttri tilkynningu frá þeim félögum segir:
"Nýársfagnaður/þrettándagleði Café Catalína Kópavogi Stúlli og Dúi skemmta á föstudagskvöld 4 og laugardagskvöld 5 jan 2013 á Café Catalínu Kópavogi, hvetjum Sigfirðinga á höfðuborgarsvæðinu að mæta og fagna nýju ári"
Aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis ættu líka að geta notað þetta einstaka tækifæri til að sjá ekta Siglfirðinga með berum augum.
Athugasemdir