Golfvöllurinn í Hólsdal

Golfvöllurinn í Hólsdal Ég leit við hjá suður í Hólsdal til að skoða framkvæmdir við nýja golfvöllinn.

Fréttir

Golfvöllurinn í Hólsdal

Ég leit við hjá suður í Hólsdal til að skoða framkvæmdir við nýja golfvöllinn.

Þar er Bás að vinna við nýja golfvöllinn og Edwin Roald sér um hönnun vallarins og skipulag.

Edwin tók á móti mér og sýndi mér svæðið. Edwin er golfvallahönnuður og með yfirumsjón og næstum því alræðisvald yfir því hvernig golfvöllurinn á eftir að líta út og verður þetta vafalaust alveg til háborins sóma. Þess má einnig geta að Edwin er með 5-6 í forgjöf, sem er víst alveg ljómandi gott miðað við golfvallahönnuð.

Völlurinn verður níu holur og mikið lagt uppúr því að hann verði sem glæsilegastur. Ein holan nær til dæmis upp að skógræktinni og þar verður vafalaust gaman að spila golf í framtíðinni. Vonast er til að vígja megi völlinn um verslunarmannahelgina 2015, ef allt gengur eftir.

Edwin keyrði með mig um svæðið og sýndi mér allt mögulegt. Ég fékk að sjá hvar holurnar ættu að vera, hvernig þær lágu, hvort þú þyrftir að slá yfir vatn o.s.frv. Hann sýndi mér gróft drenefni, fínt drenefni, möl, sand og allt mögulegt. Mest allt efni sem fellur til við uppgröft og vinnu við Hólsdalinn er nýtt í völlinn þannig að í raun og veru er þetta mest tilfærsla á efni.

Stór plús í allri þessari framkvæmd er sá að áin sem liggur neðan úr skógrækt og framhjá Leyningi og öll Hólsáin verður löguð til. Reynt verður að byggja upp fiskistofninn í henni sem einu sinni var víst töluvert stór. Fróðir menn (allavega töluvert fróðari en ég þegar kemur að fiskistofnum og ám) hafa sagt mér frá því að mjög stórar bleikjur hafi verið í ánni og þá sérstaklega undir fossinum í skógræktinni.

En hvað sem ánni líður þá sé ég engan annan kost í stöðunni en þann að fara að spila golf þegar nær dregur því að þessi magnaði golfvöllur verði klár.

Svo tók ég alveg helling af myndum til að sýna ykkur og ég ætla að reyna að fylgjast nánar með þessu í framtíðinni.

golf

Edwin Roald.


golf

golf

golf

golf

Og svo miklu meira af myndum hér.


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst