Göngum saman
„Við erum nokkrar konur á Siglufirði sem ætlum að hittast á Torginu á morgun, sunnudaginn 13. maí kl. 11.00, og ganga saman, hversu langt og lengi fer eftir veðri og færð.
Við endum svo á að koma við hjá Ásgeiri á Torginu og fá okkur súpu.” Þetta segir í tilkynningu sem var að berast.
Þetta tengist styrktarfélaginu Göngum saman, sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins sem styrkir grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum.
Athugasemdir