Göngustíganámskeiđ í Hólaskóla.
Um síđustu helgi var árlegt göngustíganámskeiđ fyrir ferđamálanema haldiđ. Ţar var unniđ ađ ýmsum verkefnum er tengjast ţví ađ hanna og búa til göngustíga.
Međ ţessu samstarfi, sem stađiđ hefur í rúm 10 ár, hefur byggst upp mikilvćg ţekking er kemur nemendum ađ góđum notum viđ ađ meta göngustíga og hanna ţá međ ţarfir ferđamanna og náttúru í huga. Einnig gefur ţetta góđa innsýn inn í mikilvćgi fagmennsku viđ lagningu göngustíga.Fjölmenni var á námskeiđinu sem er hluti af diplómunámi og 1. árs námi til BA-gráđu í ferđamálafrćđi, og mikill kraftur og gleđi hjá öllum ţátttakendum.
Eftir ţrjá daga og heljarinnar puđ eru komnar nýjar og fallegar gönguleiđir um Hólaskóg, sem nemendur og allir ţeir sem vinna og heimsćkja Hólastađ eiga vonandi eftir ađ njóta lengi.Kennarar á námskeiđinu voru ţeir Kjartan Bollason og Bjarni Kristófer Kristjánsson frá Hólaskóla, Chas Goemans, sérfrćđingur frá Sjálfbođaliđum í umhverfisvernd frá Umhverfisstofnun og Philip Eastwood, langtímasjálfbođaliđi hjá sömu stofnun.
Hólaskóli ţakkar ţeim sérstaklega frábćrt framlag. Síđast en ekki síst vilja kennarar ţakka nemendum fyrir gríđarlega gott starf, mikinn áhuga, mikla gleđi og gćđi. Svo eru allir hvattir til ađ skođa göngustígana og nota ţá sem mest.
Til gamans má geta ađ tveir nemar voru á námskeiđinum frá Siglufirđi, ţćr Steinunn Marteinsdóttir og Erla Helga Guđfinnsdóttir.
Hlynur og Axel. Ljósm. Philip Eastwood.
Ljósm. Philip Eastwood.
Ljósm. Kjartan Bollason.
Allur hópurinn saman kominn eftir góđa helgi.
Athugasemdir