Göngutúr að rústunum

Göngutúr að rústunum Fréttamaður siglo.is brá sér í skemmtigöngu með afabörnum sínum  nú á dögunum, fjöruferð út að rústum Evangersverksmiðjunnar þar

Fréttir

Göngutúr að rústunum

Amalía Þórarinsdóttir
Amalía Þórarinsdóttir
Fréttamaður siglo.is brá sér í skemmtigöngu með afabörnum sínum  nú á dögunum, fjöruferð út að rústum Evangersverksmiðjunnar þar sem margt ber fyrir augu og vekur áhuga.

Ekki síst eru það selirnir með sín stóru og forvitnu augum sem gleðja börnin og þá eiga rústirnar sína „dramatísku“ sögu sem hægt er að fræðast um á staðnum.

Fyrir 101 ári hóf þarna starfsemi fyrsta stóra fiskimjölsverksmiðjan á Íslandi, í eigu Evangersbræðranna Gustavs og Olavs frá Noregi. Lítið „þorp“ sem myndaðist í kringum verksmiðjuna sviptist í burtu í snjóflóði árið 1919 og létust níu manns.

Snjóflóðið, nærri 800 metrar á breidd, kom úr svokallaðri Skollaskál og  svo kraftmikið að þegar það skall í sjónum reis upp flóðbylgja sem gekk yfir fjörðinn,  upp á land á Eyrinni og olli skemmdum á bryggjum og bátum.

Meðfylgjandi myndir eru frá þessari gönguferð.





Evangerverksmiðjan stóð á þessum stað.



Skollaskál þaðan sem snjóflóðið kom.







Flóðbylgjan náði upp á eyrina að vestan.



Farið í selaskoðun. Telma Rut, Jóel, Elín Helga, og Amalía.



Á þessu svæði austan til í firðinum eru fimm selir búnir að vera þar í nokkra mánuði.



Texti og myndir: GJS












Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst