Gott kríusumar

Gott kríusumar Ætla má að nálægt þriðjungur siglfirsku kríanna hafi náð að koma upp ungum í sumar. Tíðarfarið hefur haft góð áhrif á viðkomu

Fréttir

Gott kríusumar

Tveir ungar
Tveir ungar

Ætla má að nálægt þriðjungur siglfirsku kríanna hafi náð að koma upp ungum í sumar. Tíðarfarið hefur haft góð áhrif á viðkomu flestra fuglategunda en það er líka fæðuframboð og fleiri þættir sem skipta máli.

Krían naut t.d. góðrar sílaveiði hér um slóðir lengst af þótt dræm fiskigengd hafi verið fyrst eftir að ungar skriðu úr eggjum. Þá er það mjög greinilegt að duggöndum hefur vegnað betur en mörg undanfarin sumur. Mun það vera í fyrsta sinn í amk fimm ár sem þær koma upp ungum og er það af kunnugum talið vera í samhengi við að gripið var til sérstakra aðgerða gagnvart háttumávum nú í vor.

Á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var á Leirutjörn fyrir skemmstu má greina amk 7 duggandarkollur með um 55 unga. Þá er það einnig greinilegt að rauðhöfðaendur staðarins eru að gera það gott með fjölda unga austan fjarðar.

Forsíðumyndin er af Örvari Mássyni andartaki áður en hann smellir kossi á einn kríuunga þessa sumars.


Myndir og texti: ÖK




Athugasemdir

16.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst