Gott kríusumar
sksiglo.is | Almennt | 03.08.2012 | 16:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 375 | Athugasemdir ( )
Ætla
má að nálægt þriðjungur siglfirsku kríanna hafi náð að koma upp ungum í
sumar. Tíðarfarið hefur haft góð áhrif á viðkomu flestra fuglategunda
en það er líka fæðuframboð og fleiri þættir sem skipta máli.
Á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var á Leirutjörn fyrir skemmstu má greina amk 7 duggandarkollur með um 55 unga. Þá er það einnig greinilegt að rauðhöfðaendur staðarins eru að gera það gott með fjölda unga austan fjarðar.
Forsíðumyndin er af Örvari Mássyni andartaki áður en hann smellir kossi á einn kríuunga þessa sumars.
Myndir og texti: ÖK
Athugasemdir