Góumót Snerpu
sksiglo.is | Almennt | 21.03.2011 | 17:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 378 | Athugasemdir ( )
Góumót Snerpu haldið laugardaginn 19. mars í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Snerpufélagar skoruðu á bæjarstjórn Fjallabyggðar í boccia, og var þetta 21 mótið sem haldið var.
Og um kvöldið tók við gleði á Hannes Boy Café, þar sem borðaður var góður matur að hætti Guðna Sveins. Síðan var verlaunaafhending og að lokum stiginn dans.
Úrslit:
Svava Baldvinsdóttir og Anna Lára Hertivig 1. sæti
Baldur Ævar Baldursson og Jónas Björnsson 2. sæti
Hrafnhildur Sverrisdóttir og Hugljúf Sigtryggsdóttir 3. sæti
Myndir teknar af Sveini Þorsteinssyni í Hannes Boy.
Athugasemdir