Grásleppuvertíð fer rólega af stað
sksiglo.is | Almennt | 28.03.2011 | 14:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 759 | Athugasemdir ( )
Fjölskylda Hilmars Zophoníusar að fylgjast með löndun úr Otri SI-100. Lydía Katrín Steinarsdóttir er hugfangin að fylgjast með afa sínum.
Gæftarleysi hefur verið á miðunum, Þegar gefst á sjó er veiði mjög dræm. Þeir á Otri komu með kveljuna að landi og fór hún í refafóður til prufu. Annars er markaður fyrir frysta grásleppu í Kína og hefur verið í þrjú ár. Á næstu vertíð eiga allir að koma með grásleppuna að landi, því er nauðsynlegt að vera búinn að gera þær tilraunir með markaðssetningu til að varan seljist.
Athugasemdir