Grýla og pönnukakan

Grýla og pönnukakan Grýla og pönnukakan Síðastliðinn fimmtudag kom Bernd Ogrodnik á Siglufjörð og sýndi krökkunum í leikskólanum Leikskálum

Fréttir

Grýla og pönnukakan

Grýla og pönnukakan

 
Síðastliðinn fimmtudag kom Bernd Ogrodnik á Siglufjörð og sýndi krökkunum í leikskólanum Leikskálum brúðuleikritið Grýla og pönnukakan.

Grýla og pönnukakan er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem margir kannast við.
 
Leikbrúðurnar sem Bernd notast við  eru unnar úr tréi og Bernd notar lifandi tónlist og lofar börnunum að taka virkan þátt í leikritinu með söng og hreyfingu.
 
Ekki var annað að sjá en að börn og foreldrar hafi skemmt sér konunglega yfir leikritinu. Allavega söng unga kynslóðin með og klappaði.

Sýningin var í boði foreldrafélags Leikskála.

grýlaBernd að segja söguna af Grýlu og pönnukökunni.

grýlaBernd og brúðuleikhúsið.

grýlaBernd notast við margar skemmtilegar strengjabrúður og segir skemmtilega frá.

grýlaÞessar ungu dömur skemmtu sér vel.

grýlaÞessi unga dama var hæstánægð.

grýla

grýla

grýla

grýla




Hér er svo örstutt myndband sem var tekið á fimmtudaginn.

 

Myndir og myndband : Ólöf Kristín


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst