Grýla og pönnukakan
sksiglo.is | Almennt | 26.11.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 364 | Athugasemdir ( )
Grýla og pönnukakan
Síðastliðinn fimmtudag kom Bernd Ogrodnik á Siglufjörð og sýndi
krökkunum í leikskólanum Leikskálum brúðuleikritið Grýla og pönnukakan.
Grýla og pönnukakan er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem margir kannast við.
Leikbrúðurnar sem Bernd notast við eru unnar úr tréi og Bernd notar
lifandi tónlist og lofar börnunum að taka virkan þátt í leikritinu með söng og hreyfingu.
Ekki var annað að sjá en að börn og foreldrar hafi skemmt sér konunglega yfir leikritinu. Allavega söng unga kynslóðin með og
klappaði.
Sýningin var í boði
foreldrafélags Leikskála.









Hér er svo örstutt myndband sem var
tekið á fimmtudaginn.
Myndir og myndband : Ólöf Kristín
Athugasemdir