Guðný Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Hvanndala á Siglufirði.

Guðný Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Hvanndala á Siglufirði. Við Aðalgötuna á Siglufirði eru mörg fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum. Eitt þeirra er

Fréttir

Guðný Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Hvanndala á Siglufirði.

Mynd tekin af www.snokur.is
Mynd tekin af www.snokur.is

Við Aðalgötuna á Siglufirði eru mörg fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum.  Eitt þeirra er bókhaldsfyrirtækið Hvanndalir.

Guðný er frá Reykjavík og bjó um skeið í Mosfellsbæ, kom til Siglufjarðar í október 2009 þegar Óli og Maggi hjá SPS stofnuðu úthringiver Momentum.

Þeir hringdu í hana og báðu um að gerast framkvæmdastjóri hjá bókhaldsfyrirtækinu Hvanndölum og hinu nýja úthringiveri Momentum, sem hún gerði og fluttist hingað norður eins og fyrr segir.

Á síðasta ári urðu breytingar á þann veg að Guðnýju bauðst að kaupa bókhaldshlutann, Hvanndali, og hún ákvað að slá til og keypti fyrirtækið.

Starfsmenn Hvanndala eru nú tveir, auk Guðnýjar starfar þar Hómfríður Norðfjörð, og reksturinn gengur vel.

Hvanndalir eru með þjónustu fyrir fjölmörg fyrirtæki hér á Siglufirði, í Ólafsfirði, nokkur í Reykjavík og á Akureyri. 

Einnig hafa ný fyrirtæki verið að koma inn í viðskipti.

Hvanndalir eru í samstarfi við KPMG varðandi lokauppgjör og ársreikninga stærri fyrirtæka, en fyrir smærri félög eru þau skjöl unnin hér.

Í mörgum tilfellum sjá Hvanndalir um færslu dagbóka, útskrift og greiðslu reikninga, virðisaukaskatts-uppgjör, launauppgjör og ýmislegt annað sem fylgir fyrirtækjarekstri, eins og t.d. að fara á póstinn og fylgjast með því sem þarf að gera varðandi bókhald.

Þjónustan er alveg frá því að vera smotterí, upp í að sjá um allt  "frá A til Ö".

Hjá fyrirtækinu er bjart framundan og Guðný reiknar með að þannig verði það áfram.

Hún sækist mest eftir viðskiptum við fyrirtæki.

Guðný Kristinsdóttir framkvæmdastjóriGuðný Kristinsdóttir

 

Hólmfríður Norðfjörð
Hólmfríður Norðfjörð


Athugasemdir

24.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst