Gulli var í fjallinu ásamt 1.049 öðrum
Gulli Stebbi mundaði myndavélina í margmenninu sem var í Skarðinu í dag þegar aðsóknarmetið var slegið. Veðrið alveg frábært og bílaröðin langt niður fyrir Valló.
1.050 manns sóttu fjallið í dag sem er met en aldrei hafa jafn margir sótt skíðasvæðið á einum degi. Þetta er rýflega 15% aukning frá fyrra meti sem voru 900 manns. Ekki skemmdi veðrið fyrir en rjómablíða var í dag eins og síðastliðna daga og segir spáin að svo verði áfram fram á næsta föstudag svo það verður gaman að sjá hvort metið falli ekki aftur um helgina.
Í lok dags steig Kalli (Karl Henry) á stokk og spilaði nokkur lög fyrir gesti skíðasvæðisins, en hann mun síðan halda tónleika á Kaffi Rauðku í kvöld klukkan 21:30.
Kalli slúttar deginum.
Raðir í öllum lyftum.
Það fer nú að vanta bundið slitlag hérna.
Ljósmyndari: Gulli Stebbi
Athugasemdir