Andvari vonar og gleði
sksiglo.is | Almennt | 13.08.2012 | 14:20 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 746 | Athugasemdir ( )
Þegar verkið var afhjúpað við vígslu sjúkrahússins á Siglufirði á sínum tíma merkti
Halla það ekki sérstaklega og í raun kom hvergi fram boðskapur verksins
eða nafn listamannsins.
Við athöfn laugardaginn 11. ágúst upplýsti Halla aðdraganda og boðskap verksins fyrir viðstöddum. Settur var upp platti við verkið sem segir frá aðdraganda og nafni listaverksins.
Tákn múrristunnar er læknagyðjan Eir með Asklepiosarstafinn í hönd. Vinstri hlutinn er hjúpaður skugga sorgar og regnskýin fella tár yfir þjáningum mannkynsins.
Þokukennd sorgin hylur hluta gyðjunnar sem deilir óvissunni og kvíðanum með mannfólkinu. Við fætur gyðjunnar liggur veikur svanur sem hlýtur lækningu við snertingu hennar. Andvari vonar og gleði birtist í líki fuglsins á hægri hlutanum, þar sem sólin skín og færir okkur birti og gleði.
Við höfum hlotið bata, njótum heilbrigðis og göngum fagnandi á vit lífsins. Neðsti hluti verksins er tengdur í eina heild af heilsujurtunum ópíumvalmúa, digitalis og fjallagrasi. Þetta er mannlífið sjálft í gleði sinni og sorg, lífi og dauða.
Að athöfn lokinni bauð HSF viðstöddum í kaffisamsæti.
Hér koma myndir frá athöfninni á laugardag.

Halla Haraldsdóttir listakona

Anna S. Gísladóttir, framkv.stj. hjúkrunar




Sigurður með gítarinn og Haraldur á píanó



Skúli Jónasson, byggingameistari, heldur ræðu.

Hér á eftir er bútur úr grein sem Stefán Friðbjarnarson skrifar í jólablað Siglfirðings 1966.

Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Við athöfn laugardaginn 11. ágúst upplýsti Halla aðdraganda og boðskap verksins fyrir viðstöddum. Settur var upp platti við verkið sem segir frá aðdraganda og nafni listaverksins.
Tákn múrristunnar er læknagyðjan Eir með Asklepiosarstafinn í hönd. Vinstri hlutinn er hjúpaður skugga sorgar og regnskýin fella tár yfir þjáningum mannkynsins.
Þokukennd sorgin hylur hluta gyðjunnar sem deilir óvissunni og kvíðanum með mannfólkinu. Við fætur gyðjunnar liggur veikur svanur sem hlýtur lækningu við snertingu hennar. Andvari vonar og gleði birtist í líki fuglsins á hægri hlutanum, þar sem sólin skín og færir okkur birti og gleði.
Við höfum hlotið bata, njótum heilbrigðis og göngum fagnandi á vit lífsins. Neðsti hluti verksins er tengdur í eina heild af heilsujurtunum ópíumvalmúa, digitalis og fjallagrasi. Þetta er mannlífið sjálft í gleði sinni og sorg, lífi og dauða.
Að athöfn lokinni bauð HSF viðstöddum í kaffisamsæti.
Hér koma myndir frá athöfninni á laugardag.

Halla Haraldsdóttir listakona
Anna S. Gísladóttir, framkv.stj. hjúkrunar

Sigurður með gítarinn og Haraldur á píanó
Skúli Jónasson, byggingameistari, heldur ræðu.
Hér á eftir er bútur úr grein sem Stefán Friðbjarnarson skrifar í jólablað Siglfirðings 1966.

Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Athugasemdir