Hárgreiđslustofa Sillu
sksiglo.is | Almennt | 19.12.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1170 | Athugasemdir ( )
Ég kom við hjá Sillu á Hárgreiðslustofu Sillu í gærmorgun
Það er nóg að gera hjá Sillu fyrir jólin sem og flest öllum
hársnyrtum landsins líklega.
Silla var hin hressasta og bað mig að taka alveg heilan helling af myndum, bæði af
sér og Margréti Jónasdótttur sem var í stólnum hjá henni. Og ég verð að nefna það að Margrét eða Maggý
eins og hún er yfirleitt kölluð var að fá fullkomna jólaklippingu. Ég átti líka sérstaklega að taka eina mynd af Maggý fyrir
Kristínu dóttur hennar til þess að Stína gæti séð hvað hún væri orðin glæsileg um hárið. Maggý er reyndar
stórglæsileg yfir höfuð, ekki bara um hárið.
Silla er búin að vera með eigin rekstur og unnið við að klippa, lita, perma,
strípa og allskonar í þrjátíu og þrjú ár ef ég skildi þetta rétt en mér persónulega finnst það
ótrúlegt, hún lítur út fyrir að vera tvítug stúlkan. Ætli ég verði þá ekki að taka það fram að
Höddi Júll maðurinn hennar Sillu lítur bara sæmilega vel út líka.
Silla á örfáa tíma í klippingu til fyrir jól. Ef þú
ætlar að kíkja til Sillu í klippingu fyrir jól er eins gott að hafa hraðar hendur og panta tíma alls ekki seinna en strax.
Silla vill koma á framfæri kæru þakklæti til viðskiptavina í
gegnum árin og sendir jóla og nýárskveðjur.



Athugasemdir