Hárgreiđslustofa Sillu

Hárgreiđslustofa Sillu Ég kom viđ hjá Sillu á Hárgreiđslustofu Sillu í gćrmorgun Ţađ er nóg ađ gera hjá Sillu fyrir jólin sem og flest öllum hársnyrtum

Fréttir

Hárgreiđslustofa Sillu

Ég kom við hjá Sillu á Hárgreiðslustofu Sillu í gærmorgun

Það er nóg að gera hjá Sillu fyrir jólin sem og flest öllum hársnyrtum landsins líklega.
 
Silla var hin hressasta og bað mig að taka alveg heilan helling af myndum, bæði af sér og Margréti Jónasdótttur sem var í stólnum hjá henni. Og ég verð að nefna það að Margrét eða Maggý eins og hún er yfirleitt kölluð var að fá fullkomna jólaklippingu. Ég átti líka sérstaklega að taka eina mynd af Maggý fyrir Kristínu dóttur hennar til þess að Stína gæti séð hvað hún væri orðin glæsileg um hárið. Maggý er reyndar stórglæsileg yfir höfuð, ekki bara um hárið.
 
Silla er búin að vera með eigin rekstur og unnið við að klippa, lita, perma, strípa og allskonar í þrjátíu og þrjú ár ef ég skildi þetta rétt en mér persónulega finnst það ótrúlegt, hún lítur út fyrir að vera tvítug stúlkan. Ætli ég verði þá ekki að taka það fram að Höddi Júll maðurinn hennar Sillu lítur bara sæmilega vel út líka.
 
Silla á örfáa tíma í klippingu til fyrir jól. Ef þú ætlar að kíkja til Sillu í klippingu fyrir jól er eins gott að hafa hraðar hendur og panta tíma alls ekki seinna en strax.
 
Silla vill koma á framfæri kæru þakklæti til viðskiptavina í gegnum árin og sendir jóla og nýárskveðjur.
 
sillaSilla og Maggý voru eldhressar.
 
sillaÉg held að þær hafi hlegið og fíflast allan tímann sem ég stoppaði þarna. 
 
sillaÞessi mynd var eiginlega tekin bara fyrir Stínu Einars.

Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst