Héðinsfjarðartrefillinn kominn í Ráðhús Reykjavíkur
sksiglo.is | Almennt | 10.01.2011 | 06:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 481 | Athugasemdir ( )
Í dag, 10 janúar, verður Héðinsfjarðartrefillinn tekinn til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur, verður hann þar til sýnis til og með 22.janúar og gefur það fólki færi á að bera hann augum.
Trefillinn sem nú hefur lagt leið sína frá Akureyri er því orðinn víðförull og hefur hlotið mikla athygli forvitinna vegfarenda. Segja má að trefillinn sé sameiningatákn bæjarhlutanna í Fjallabyggð þar sem hann leiddi saman kjarnana tvo á degi opnunarinnar. Fjöldi fólks lagði hönd á plóg við að prjóna trefilinn sem Fríða sameinaði síðan og lagði milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar aðfaranótt 2. október 2010 ásamt ötulu aðstoðarliði sínu.
Trefillinn sem nú hefur lagt leið sína frá Akureyri er því orðinn víðförull og hefur hlotið mikla athygli forvitinna vegfarenda. Segja má að trefillinn sé sameiningatákn bæjarhlutanna í Fjallabyggð þar sem hann leiddi saman kjarnana tvo á degi opnunarinnar. Fjöldi fólks lagði hönd á plóg við að prjóna trefilinn sem Fríða sameinaði síðan og lagði milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar aðfaranótt 2. október 2010 ásamt ötulu aðstoðarliði sínu.
Athugasemdir