Hefði getað fuðrað fljótt upp að sögn lögreglu.

Hefði getað fuðrað fljótt upp að sögn lögreglu. "Þetta slapp fyrir horn" sagði Sigurbjörn lögreglumaður í samtali við siglo.is núna áðan um brunann í

Fréttir

Hefði getað fuðrað fljótt upp að sögn lögreglu.

"Þetta slapp fyrir horn" sagði Sigurbjörn lögreglumaður í samtali við siglo.is núna áðan um brunann í Allanum á Siglufirði í gærkvöldi.

Húsið er gamalt timburhús sem hefði getað brunnið illa.

Svo heppilega vildi til að nokkrir slökkviliðsmenn voru á staðnum, með börnum sínum á barnaballinu.

Fríður flokkur af fólki var mættur í gærkvöldi til að hjálpa til við að þrífa og laga til.

Vakt var á staðnum í alla nótt.

Lóa stendur vaktina

Það verður hádegismatur, salurinn og eldhúsið er alveg klárt.

Allt í standi

Salurinn á Allanum er klár


 
Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri á Siglufirði sagði í viðtali við siglo.is:

"Þegar við komum þarna með bílinn var búið að rýma húsið, svo reykkafararnir gátu farið beint inn og athafnað sig." 

Það sem gerði gæfumuninn var að það voru nokkrir slökkviliðsmenn á staðnum með börnin sín á þrettándaballi.  Þeir brugðust strax við og notuðu brunaslöngur staðarins til að hemja eldinn.

Krakkarnir brugðust hárrétt við, forvarnarstarfið sem unnið hefur verið með þeim skilaði sér í því að þau voru alveg klár á því hvernig átti að rýma húsið, slökkviliðsmenn stjórnuðu aðgerðum.

Jón Viðar slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins hafði samband við Ámunda og lýsti ánægju sinni með hve vel gekk.

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri

Ámundi og Margrét Guðmundsdóttir frá Rauða krossinum tala við öll börn í skólanum í dag og á morgun til að ræða atvikið og fá börnin til að tala.

Margrét Guðmundsdóttir frá Rauða Krossinum

Krakkarnir eru almennt í ótrúlega góðu jafnvægi, en áfallið getur komið seinna.  Foreldrar þurfa að fylgjast vel með börnunum næstu dagana, fá þau til að tala um hvernig þeim líður.  Til dæmis ef börn eiga erfitt með svefn getur það bent til þess að þau hafi áhyggjur.  Í slíkum tilfellum er hægt að hafa samband við heilsugæsluna og fá aðstoð.

Börn í 10. bekk

Börn í 10. bekk

Við getum lært af þessu að flugeldar eiga ekki að vera þar sem börn geta komist í þá.  Þarna var um að ræða þrjá fjölskyldupakka og eina tertu.


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst