Heimamenn taka ekki þátt

Heimamenn taka ekki þátt Tilboð í viðbyggingu Grunnskóla Fjallabyggðar voru opnuð á föstudag og bárust alls þrjú tilboð í verkið. Engir heimamenn tóku

Fréttir

Heimamenn taka ekki þátt

Líkan af skóla. Tekið af heimasíðu Fjallabyggðar
Líkan af skóla. Tekið af heimasíðu Fjallabyggðar

Tilboð í viðbyggingu Grunnskóla Fjallabyggðar voru opnuð á föstudag og bárust alls þrjú tilboð í verkið. Engir heimamenn tóku þátt í tilboðinu enda annað stórt verkefni þegar hafið á Siglufirði og höfðu verktakar skorað á bæjarstjórn að fresta framkvæmdinni þar til að því loknu.

Fyrirséð var að samkeppni yrði um mannskap til byggingaverka í Fjallabyggð færu bæði hótel og skólabygging í gang á sama tíma. Buðu engir verktakar úr heimabyggð í skólabygginguna enda margir búnir að ráðstafa sér í uppbyggingu Hótel Sunnu.

Þau þrjú tilboð sem bárust í skólabygginguna voru frá Eykt, Tréverk og BB Byggingum og voru eftirfarandi:

Eykt ehf: 198.747.675 kr. (133,8% af kostnaðaráætlun) Reykjavík.
Tréverk ehf: 146.217.633 kr. (98,4% af kostnaðaráætlun) Dalvík.
BB Byggingar ehf: 167.198.275 kr. (112,5% af kostnaðaráætlun) Akureyri.
 
Tilboðin verða tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs, þann 21.janúar næstkomandi og kemur þá í ljós hver mun hreppa verkið. Líklegt má þó þykja að nágrannar okkar í Dalvík taki það að sér.

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst