Heimamenn taka ekki þátt
Tilboð í viðbyggingu Grunnskóla Fjallabyggðar voru opnuð á föstudag og bárust alls þrjú tilboð í verkið. Engir heimamenn tóku þátt í tilboðinu enda annað stórt verkefni þegar hafið á Siglufirði og höfðu verktakar skorað á bæjarstjórn að fresta framkvæmdinni þar til að því loknu.
Fyrirséð var að samkeppni yrði um mannskap til byggingaverka í Fjallabyggð færu bæði hótel og skólabygging í gang á sama tíma. Buðu engir verktakar úr heimabyggð í skólabygginguna enda margir búnir að ráðstafa sér í uppbyggingu Hótel Sunnu.
Þau þrjú tilboð sem bárust í skólabygginguna voru frá Eykt, Tréverk og BB Byggingum og voru eftirfarandi:
Athugasemdir