Helgihald í Siglufirđi yfir jól og áramót
Helgihald í Siglufirði yfir jól og áramót verður með líku sniði og verið hefur andanfarin ár.
Þó verður sú breyting gerð, að á aðfangadag jóla og á gamlársdag verður messað kl. 17.00 en ekki kl. 18.00, eins og venjan hefur verið lengi. "Jú, það barst í tal á haustdögum að sr. Bragi J. Ingibergsson, fyrrverandi sóknarprestur Siglfirðinga, hefði reynt þetta í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og það gefist afar vel, svo að okkur langaði að prófa; um það var einhugur í sóknarnefnd og meðal alls starfsfólks Siglufjarðarkirkju," sagði sr. Sigurður Ægisson, þegar fréttamaður Siglo.is spurði hann út í þetta fyrr í dag.
"Þetta merkir að þau sem til kirkju mæta eru komin heim til sín litlu eftir að jólin eru hringd inn, en ekki upp úr kl.
19.00. Það munar töluverðu." Kvaðst hann vonast til að þetta félli í góðan jarðveg hér eins og syðra.
Á aðfangadag verður sumsé aftansöngur kl. 17.00, hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00, helgistund á
sjúkrahúsinu kl. 15.15 og á gamlársdag aftansöngur kl. 17.00.
Þess má geta að messuhald um áramót er með ýmsum hætti í landinu.
Í Ólafsfirði er t.d. guðsþjónusta kl. 16.00 á gamlársdag, engin á Dalvík, en hins vegar kl. 17.00 þar á nýársdag.
Athugasemdir