Hendum ekki verðmætum!

Hendum ekki verðmætum! Notuðum frímerkjum safnað til hjálparstarfs. Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK), í samstarfi við Póstinn, hefur nú

Fréttir

Hendum ekki verðmætum!

Hendum ekki verðmætum!
Notuðum frímerkjum safnað til hjálparstarfs

Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK), í samstarfi við Póstinn, hefur nú hafið söfnun á notuðum frímerkjum.
Heiti verkefnis er: Hendum ekki verðmætum!

Söfnunin stendur til 31. janúar 2013 og er tekið við frímerkjum og umslögum á pósthúsum um land allt.  Skorað er á einstaklinga og fyrirtæki að skila notuðum frímerkjum í safnkassa sem eru á öllum pósthúsum. Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við stökum frímerkjum. Allur ágóði verður notaður í þróunarstarf á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu.

Frímerkjum er einnig veitt móttaka allan ársins hring á skrifstofum SÍK, Háaleitisbraut 58, og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri.

Á árinu 2012 skilaði frímerkjasöfnun SÍK tæplega 4 milljónum króna.


Athugasemdir

24.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst