Herhúsfélagið og Jonathan Harris.

Herhúsfélagið og Jonathan Harris. Fjölmenni var á fyrirlestri Jonathan Harris, sem Siglfirðingar eru farnir að kannast vel við eftir langa dvöl hans í

Fréttir

Herhúsfélagið og Jonathan Harris.

Jonathan Harris
Jonathan Harris
Fjölmenni var á fyrirlestri Jonathan Harris, sem Siglfirðingar eru farnir að kannast vel við eftir langa dvöl hans í Herhúsinu. Jonathan sem er eftirsóttur fyrirlesari, er hámenntaður vefhönnuður og myndlistamaður.


 

Hann sýndi viðstöddum og útskýrði myndheim sinn þar sem hann meðal ótal  margs annars notar internetið á vísindalegan og jafnframt myndrænan hátt og vinnur með mannlegar tilfinningar sem tengjast mismunandi fólki um allan heim.

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga mættu vel því kennari þeirra, Bergþór Morthens bauð  þeim að nýta sér þennan einstæða viðburð sem lið í náminu við Menntaskólann.

Héðan fer Jonathan til Svíþjóðar og á næstu vikum verður hann með fyrirlestra víðs vegar     Bandaríkin.  

Á vefsíðu hans http://www.number27.org/index.html er hægt að skoða fjölmörg verka hans.




 


 




 





 



Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst