Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla í Turninum-Nítjándu 5. Des
sksiglo.is | Almennt | 06.11.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 432 | Athugasemdir ( )
Herrakvöldið verður haldið í Turninum - Nítjándu Fimmtudaginn 5.
desember næstkomandi.
Eins og segir í auglýsingu frá þeim hefst borðhald stundvíslega
á glasi kl. 18:00 og ekkert (píííp) kjaftæði!!
Þarna verða lúbarðar eðalkótilettur í raspi algjörlega
ófituhreinsaðar og tilbúnar til neyslu.
Herrakvöldið er fjáröflun og 30% af aðgangseyri gengur til
Hafliðafélagsins sem heldur úti síðunni www.si2.is og hefur staðið að smíði líkana Hafliða og Elliða SI-1.
Þeir sem vilja taka þátt þurfa að greiða fyrir 25. nóvember
því þá verður lokað fyrir skráningu.
Þátttökugjald er 10.000 kr og greiðist inn á reikning
Hafliðafélagsins.
Reikningur : 1102.26.2120
Kennitala : 580507-2120
Sjá nánari upplýsingar á mynd sem fylgir umfjöllun.
Athugasemdir