Hestaleiga og reiðnámskeið á Sauðanesi
sksiglo.is | Almennt | 02.08.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 378 | Athugasemdir ( )
Herdís og dætur hafa verið með reiðnámskeið undanfarið.
Herdís segir að það hafi verið mjög vel sótt og krakkarnir hæst ánægðir.
Ég fór nú einu sinni til tvisvar á hestbak hérna í gamla daga.
Ég ætlaði heldur betur að gerast hestamaður. Ég fékk meira að segja folald í fermingargjöf. En því miður þurfti ég
að selja hestinn af því að ég þurfti lífs nauðsynlega að kaupa mér skellinöðru. Hondu MTX 50 "81 módelið. Alveg
ljómandi góður járnhestur.
Þegar ég hitti Herdísi og krakkana sem voru á reiðnámskeiðinu
þá fékk ég þennan gamla hestafiðring aftur. Hrikalega hlýtur þetta að vera skemmtilegt sport. Ég á örugglega eftir að lofa
Ólöfu minni að teyma mig einhvern tímann á hesti. Og þá að sjálfsögðu mun ég leigja mér hest frá
Sauðanesi.
Herdís og fjölskylda á Sauðanesi eru ekki bara með reiðnámskeið,
þar er hestaleiga líka og þið getið kynnt ykkur hestaleiguna nánar hér
Sauðanes er í cirka 5-10 mínútna fjarlægð frá Siglufirði. Ef
þú ferð á hesti ertu töluvert lengur.
Hestaleigan verður svo með hestasport á grasbala við
Alþýðuhúsið klukkan 13:00 á sunnudeginum þar sem fjölskyldur geta komið og krakkar geta fari á hestbak.
Lukku-láki(Ægir Eðvarðs) og Daltonarnir (Gulli Stebbi og Hrólfur) munu
hugsanlega kíkja á svæðið, allavega einn af þeim.
http://www.fjallahestar.is/




og svo meira af myndum hér
Athugasemdir