Hindisvíkurbáturinn farinn úr bænum

Hindisvíkurbáturinn farinn úr bænum Hindisvíkurbáturinn er á leiðinni úr bænum eftir tveggja ára dvöl á Siglufirði. Fréttamaður ákvað að senda Örlygi á

Fréttir

Hindisvíkurbáturinn farinn úr bænum

Hindisvíkurbáturinn á leið úr bænum. 
 
Hindisvíkurbáturinn er á leiðinni úr bænum eftir tveggja ára dvöl á Siglufirði.
Fréttamaður ákvað að senda Örlygi á Síldarminjasafninu tölvupóst og fá smá upplýsingar um bátinn.

Svar Örlygs hér fyrir neðan.
 
„Við fengum þennan  gamla árabát að láni frá Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði til þess að hafa hann sem fyrirmynd að nýsmíði: nýjum og ilmandi 19. aldarbát yrði róið um fjörðinn og siglt undir seglum. Báturinn var smíður í Hindisvík á Vatnsnesi árið 1876 og gæti verið meðal 12 elstu báta landsins.
Verkefnið var í samræmi við samning safnsins og menntamálaráðuneytisins um bátasmíða-arfleifðina.
Til verksins var pantað sérvalið efni frá Noregi, en þegar það var hafið kom í ljós að stór hluti timbursins var gallaður - svo stórkvistótt, að það var algjörlega ónothæft. En nú var kominn tími til að skila bátnum. Áður var hann mældur upp og smíðuð skapalón og meira að segja nýr efniviður kominn – svo það fer allt að verða klárt til endursmíðinnar.“
 
Við þökkum Örlygi kærlega fyrir að segja okkur frá þessu og það verður spennandi að fá að fylgjast með þegar endursmíði nýja Hindisvíkurbátsins hefst.


hindiSkúl Thóroddsen og Hjalti Gunnarsson að smíða stefni nýju Hindarinnar fyrir tveimur árum.





hindisvíkÉg náði myndum af bátnum þar sem hann var á kerru aftan í bíl Gunnars Júlíussonar sem ætlaði að lóðsa bátinn vestur í Húnavatnssýslu.. 


hindisvík

hindisvík

hindisvík

hindisvík

Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst