Hjólað í vinnuna aftur.
sksiglo.is | Almennt | 29.05.2013 | 16:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 351 | Athugasemdir ( )
Í gær 28. maí, lauk heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna en að mati UÍF er engin ástæða til að hætta að hjóla í vinnuna og hreyfa sig. Á fimmtudaginn 30. maí verðu boðið upp á kaffi og kristal við Tjarnarborg Ólafsfirði og á torginu Siglufirði, milli kl. 16 og 18. Þá geta bæjarbúar hjólað við og fengið sér kaffi frá Kaffitár og Kristal. Allir velkomnir, hvort sem þeir eru fótgangandi, á reiðhjólum eða akandi. Vonumst til að sjá sem flesta !
Athugasemdir