Hlynur stendur sig vel í markinu
sksiglo.is | Almennt | 19.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 563 | Athugasemdir ( )
Ég hafði samband
við Hlyn Örn Hlöðversson, sem var valin í U-19 unglingalandsliðið í Fótbolta fyrir stuttu.
Hlynur er markvörður og það er ekki slæmt að eiga Siglfirðing í svona
landsliði, og þá sérstaklega markvörð. En mér finnst persónulega markverðirnir alltaf bera mesta ábyrgðina í svona
fótboltaleikjum. Það eru jú þeir sem fá á sig mörkin.
Hlynur er uppalinn KS-ingur og æfði með þeim frá unga aldri. En lofum Hlyni bara að segja okkur þetta sjálfur. Hlynur segir hlutina bara eins og þeir eru eða voru og dregur ekkert undan.
Hér kemur það sem Hlynur sendi mér.
"Ég byrjaði ekki að æfa fótbolta fyrr en ég flutti aftur til
Íslands þegar ég var 9 ára. Ég var búinn að ákveða að æfa bara fótbolta á Sigló en ekki í Salzburg
:)
Ég var fljótlega settur í markið vegna þess að ég átti frekar erfitt með skap og ég æfði sem varnarmaður í smá tíma áður en ég fór í markið.
Ég var fljótlega settur í markið vegna þess að ég átti frekar erfitt með skap og ég æfði sem varnarmaður í smá tíma áður en ég fór í markið.
Það er honum Tóta (Þórarni Hannessyni) að þakka að ég
er markmaður í dag og hann á sinn þátt í því að ég er búinn að ná þessum árangri. Ég var
fljótur að finna mig í markinu og var þar upp í 3.flokk með KF. Þegar ég var 13 ára fór ég á mína fyrstu
meistaraflokksæfingu með KF.
Ég var tvisvar sinnum valinn til að fara á vegum KSÍ á landsliðsæfingar á Laugarvatni þegar ég var 13 og 14 ára, var svo valinn á allar æfingar með U-17 og nú U-19.
Sumarið sem ég fermdist fór ég til Lilleström í Noregi til hans Stefáns Loga og fékk þar aukaæfingar bæði hjá honum og markmannsþjálfaranum hans og fékk að sjá hvernig það er að vera atvinnumaður. Árið 2011 var mér boðið á reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton, það gekk ágætlega og var mikil reynsla og upplifun fyrir mig.
Ég var tvisvar sinnum valinn til að fara á vegum KSÍ á landsliðsæfingar á Laugarvatni þegar ég var 13 og 14 ára, var svo valinn á allar æfingar með U-17 og nú U-19.
Sumarið sem ég fermdist fór ég til Lilleström í Noregi til hans Stefáns Loga og fékk þar aukaæfingar bæði hjá honum og markmannsþjálfaranum hans og fékk að sjá hvernig það er að vera atvinnumaður. Árið 2011 var mér boðið á reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton, það gekk ágætlega og var mikil reynsla og upplifun fyrir mig.

Minn fyrsti meistaraflokksleikur fyrir KF var sumarið 2011 á móti Njarðvík en ég hafði setið á bekknum nokkra leiki á undirbúningstímabilinu. Í október var mér svo boðið á reynslu hjá AGF í Danmörku, þar æfði ég í viku og fór svo á mót í Noregi með þeim. Það mót endaði vel og við unnum alla leikina okkar og ég fékk á mig 1 mark.

Svo var ég valinn knattspyrnumaður ársins í flokki 13-18 ára.
Eftir 10.bekkinn flutti ég í Kópavoginn og var þá búinn að skrifa undir 3 ára samning við Breiðablik, ég var búinn að vera að fara á æfingar með þeim frá því að ég var 14 ára, og fór þá á mína fyrstu meistaraflokksæfingu með þeim. Þar er allt búið að ganga vel og ég vann minn fyrsta Íslandsmeistaratitil með 3.flokki sem var frábær upplifun, sat 3 sinnum á bekknum hjá meistaraflokki sumarið 2012 á móti FH, Fram og Fylki.

Svo í ágúst fórum við í U-17 til Færeyja á æfingamót og í október var farið til Möltu á undankeppni EM 2012.
Í sumar var ég lánaður til 3.deildarfélagsins Augnablik og spilaði þar 17 leiki og fékk þar mikla reynslu.
Núna er ég að gera mig kláran fyrir stórt verkefni með U-19 ára landsliðinu í Svíþjóð þar sem við spilum 3 leiki á einni viku."
Við þökkum Hlyni kærlega fyrir að gefa sér tíma í senda
okkur þessar línur, en í dag er Hlynur staddur Svíþjóð að spila með U-19 landsliði karla.
Vonandi gengur fótboltaferillinn vel í framtíðinni hjá Hlyni og við
munum fylgjast vel með okkar manni.
Myndirnar sem koma með þessari frétt koma frá Hlyni.
Athugasemdir