Stofnun Hollvinasamtaka

Stofnun Hollvinasamtaka Nú um nokkurn tíma hefur undirbúningshópur unnið að stofnun Hollvinasamtaka Heilbrigðsstofnunar Fjallabyggðar, hér eftir nefnt

Fréttir

Stofnun Hollvinasamtaka

Heilbrigðsstofnun Fjallabyggðar
Heilbrigðsstofnun Fjallabyggðar

Nú um nokkurn tíma hefur undirbúningshópur unnið að stofnun Hollvinasamtaka Heilbrigðsstofnunar Fjallabyggðar, hér eftir nefnt HSF. 

Hollvinasamtök eru starfrækt víða um land og hafa víðtækt hlutverk, ekki bara að veita heilbrigðistofnunum fjárhagsstuðning þegar á þarf að halda heldur einnnig að veita stjórnendum stofnananna stuðning og hvatningu í ýmsum framfara – og hagsmunamálum.

Slík samtök starfa gjarnan með öðrum félagasamtökum sem láta sig samfélagið varða.    Leitað hefur verið eftir samstarfi við Siglfirðingafélagið í Reykjavík, ýmsa brottflutta Ólafsfrðinga, Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði og Kvenfélag Sjúkrahússins á Siglufirði.
  

Markmið HSF er að styðja við bakið á góðu starfi Heilbirgðisstofnunarinnar í Fjallabyggð með því að afla fjár til tækjakaupa og á búnaði og öðru því sem gerir Heilbirgðisstofnunina öflugri og auðgar líf og bætir líðan sjúklinga.

Við sameiningu bæjarfélagannna Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og gífurlega aukningu ferðamanna eftir tilkomu Héðinsfjarðargangna er afskaplega mikilvægt að í Fjallabyggð sé sterk og öflug heilbrigðisstofnun sem er  í stakk búin til að veita heimamönnum og ferðafólki þá þjónustu sem það þarf á að halda.

Fyrirhugað er að stofnfundur samtakna verði haldin í Reykjavík í lok maí og verður fundurinn auglýstur í fjölmiðlum og á vefsvæðum sem láta sig varða málefni Fjallabyggðar.  Fljótlega eftir hinn formlega stofnfund verður haldinn framhaldsstofnfundur í Fjallabyggð.

Virðingarfyllst með von um birtingu

Nánari upplýsingar gefa;

Theodór Júlíusson / theodor@borgarleikhus.is

Ómar Hauksson / omar.hauk@simnet.is




Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst