Hörður Torfa og ný ljóðabók á Ljóðasetrinu
sksiglo.is | Almennt | 07.07.2012 | 09:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 416 | Athugasemdir ( )
Í gær flutti Hörður Torfason nokkur af lögum sínum á Ljóðasetrinu við góðar viðtökur viðstaddra. Þessir örtónleikar voru lifandi viðburður dagsins á setrinu, en þar er boðið upp á lifandi viðburði alla daga kl. 16.00.
Eftir að Hörður hafði verið klappaður upp og tekið aukalag kynnti Þórarinn, forstöðumaður setursins, nýja ljóðabók sína og las úr henni nokkur ljóð.
Bókin ber heitið Nýr dagur og er gefin út af bókaforlaginu Uglu. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Ljóðasetursins. Var upplestrinum vel tekið og margir gestanna nældu sér í áritað eintak frá höfundi og þáðu síðan léttar veitingar.
Eftir að Hörður hafði verið klappaður upp og tekið aukalag kynnti Þórarinn, forstöðumaður setursins, nýja ljóðabók sína og las úr henni nokkur ljóð.
Bókin ber heitið Nýr dagur og er gefin út af bókaforlaginu Uglu. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Ljóðasetursins. Var upplestrinum vel tekið og margir gestanna nældu sér í áritað eintak frá höfundi og þáðu síðan léttar veitingar.
Bókin verður seld í helstu bókaverslunum landsins, á Ljóðasetrinu og víðar. Einnig verður höfundur með hana á markaðinum á Rauðkutorgi í dag.
Þess má geta að lokum að Ari Trausti mun lesa úr ljóðabókum sínum á Ljóðasetrinu á sunnudaginn kl. 16.00 og nk. fimmtudag mun Ragnar Ingi Aðalsteinsson heimsækja setrið og lesa úr verkum sínum.






Þórarinn Hannesson afhendir Herði eintak af nýju bókinni sem þakklætisvott fyrir sönginn

Þórarinn með nýju ljóðabókina - Þá þriðju sem hann sendir frá sér

Það var létt yfir gestum og kátt á hjalla í setrinu

Texti: ÞH
Myndir: GJS
Gestir fjölmenntu í setrið til að hlusta á Hörð og ljóðalesturinn
Þórarinn Hannesson afhendir Herði eintak af nýju bókinni sem þakklætisvott fyrir sönginn
Þórarinn með nýju ljóðabókina - Þá þriðju sem hann sendir frá sér
Það var létt yfir gestum og kátt á hjalla í setrinu
Texti: ÞH
Myndir: GJS
Athugasemdir