Hótel Siglunes á fljúgandi siglingu
Hótel Siglunes mun hefja starfsemi sína fljótlega. Siglunes er í eigu Hálfdánar Sveinssonar sem er eiginmaður apótekarans á Siglufirði og Ástu Júlíu Kristjánsdóttur sem er apótekarinn á Sigló (mér finnst alltaf svo ótrúlega fyndið að segja "eiginmaður apótekarans" en jæja).
Hönnun Hótelsins hefur verið undir styrkri stjórn Elínar Þorsteins sem er sannkallaður listamaður að flestu ef ekki öllu því sem við kemur hönnun.
Á hótelinu mun verða starfræktur matsölustaður undir nafninu Nautnabelgur og bara nafnið á eftir að lokka mann á staðinn eins mikill nautnabelgur og maður er sjálfur. Ég hef heyrt að maturinn sem var borinn á borð þar um páskana síðustu hafi slegið í gegn.
Ég er búin að kíkja við á hótelinu nokkrum sinnum og smella af myndum á mismunandii stigum lagfæringa og byggingarstiga eða hvað sem þetta kallast nú allt saman.
Það er verið að setja upp baðherbergi í mörg herbergjanna, bar lagaður til, andyrið hefur fengið nýjan búning, þar er meðal annars kominn arinn og þægilegir stólar í eldri stílnum. Þetta er allt hið glæsilegasta og á bara eftir að verða betra og flottara með hverjum deginum sem líður.
Auk þess að taka myndir hjálpaði ég til við að hræra eina steypulögun (sem var alveg skítlétt). Það sem ég sá lítur alveg hreint ljómandi vel út og á þetta vafalaust eftir að verða enn ein perlan í gisti og matsölustaða menningu Siglfirðinga. Ætlunin er að fá að fylgjast betur með þegar þetta fer á blússandi siglingu.
Sjálf hótelbergin eru ekki öll alveg tilbúin en þetta er allt í vinnslu.
Þessu verður gaman að fylgjast með og þetta er frábært framtak og á eitthundrað prósent eftir að verða meiriháttar flott.
Svo geti þið líka kíkkt inn á nautnabelgur.is
Helgi Magg og Óli Bjarna. Barinn á vinnslustigi vinstra megin.
Það var smá dót í salnum.
Mark Duffiled á klósettinu.
Addi Óla múrari. Ég þurfti nú aðeins að sýna honum hvernig ætti að gera þetta allt saman . Þess má geta að ég kenndi pabba hans, Lalla múr, allt sem hann kann í múrverki. Það var í kring um ´94-´96 minnir mig sem ég kenndi honum.
Leó, Bjössi og Sverrir að pæla.
Þarna var ég að sýna Sverri hvernig ætti að hræra smá steypu og segja honum að nota ekki alveg svona mikið. Bjössi tók myndirnar.
Ég var dáleiddur af þessum gormaperum.
Athugasemdir