Hraðamyndavélar í Héðinsfjarðargöngum
sksiglo.is | Almennt | 07.04.2011 | 13:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 689 | Athugasemdir ( )
Vegagerðin hefur tekið í notkun sex hraðamyndavélar í Héðinsfjarðargöngum þar sem hámarkshraði er 70. km.
Meðalumferð um Héðinsfjarðargöng í vetur hefur verið 385 bílar á sólarhring. Þetta er ríflega það sem hönnunarforsendur gerðu ráð fyrir varðandi meðalumferð alls ársins. Miðað við spá fyrir árið má reikna með að umferð gæti orðið 450 bílar á sólarhring.
Athugasemdir