Hringur SI-34
Ingi Þór
Guðmundsson sendi mér mynd af þeim Guðmundi Runólfssyni og Bergi Garðarssyni þar sem þeir halda á skildi sem fylgdi alla tíð
bátnum Hring SI-34.
Hringur SI-34 hét síðast Hannes Andrésson SH-737 og var sendur út í brotajárn fyrir 4-5 árum síðan.
Á myndinni má segja að þeir haldi skildinum á milli sín fyrsti og síðasti skipstjóri sem sigldi á Hring.
Þess má geta að skjöldurinn er um borða í Hannesi Andréssyni hinum nýja.
Ég leitaði að sögu bátsins og fann þessar upplýsingar á netinu.
Hringur SI-34 var hollensk smíði frá 1955, sem var síðan lengdur í Reykjavík 1974.
Í september 2009 fór hann í brotajárn.
Báturinn bar nöfnin:
Hringur SI 34,
Hringur GK 18,
Fengur RE 77,
Hólmaröst SH 180,
Hringur SH 277,
Geir ÞH 150,
Guðmundur Jensson SH 717
Hannes Andrésson SH 747
Við þökkum Inga kærlega fyrir að senda okkur þessar upplýsingar um bátinn og myndina af skipstjórunum.
Mynd við frétt af Hring SI-34 kemur frá Má Jóhannssyni.
Athugasemdir