Hristum af okkur síðustu páskagestina í nótt
Mér leið eins og mamma hafi verið að rugga mig í svefn þegar ég lagðist uppí rúm í gær. Hún nennti því þó ekki lengi, rétt svo í nokkrar sekúndur, en ég sofnaði samt vel.
Þetta var upplifun fréttamanns Sigló.is uppúr miðnætti í nótt þegar hann lagðist til hvílu en hefur hann þó veður af því að ekki hafi allir sofnað jafn vel í nótt og einhverjir hafi jafnvel vaknað upp með látum.
Hér er til að mynda fésbókarfærsla frá Hrólfi:
"Er búin að koma Ólöfu í anski góðan skilning um það að vekja mig ekki með djöfulgangi og látum ef það kemur
jarðskjálfti undir 6.0 á Richter. Shift hvað mér brá miklu meira við það að hafa hana argandi yfir mér og hlaupandi veggja á milli
í herberginu heldur en nokkurn tíma einhvern jarðskjálfta!!!"
Samkvæmt MBL skók skjálftinn Grímsey mun verr en Sigló enda upptök hans einungs 14km frá eyjunni. Ekki er þó vitað til þess að eignartjón hafi orðið vegna stóra skjálftans í nótt hvorki á landi né í eyju en hann mældist 5,5 stig. Nánar má lesa um upplifun Grímseyinga á mbl.is.
Samkvæmt Almannavörnum má búast við áframhaldandi skjálftavirkni.
Athugasemdir