Tilkynning til hundaeigenda á Siglufirði.
Frístundanefnd Fjallabyggðar hefur boðað undirritaða ásamt fulltrúum fleiri
tómstundafélaga á samráðsfund vegna deiliskipulags fyrir útivistarsvæði í Hóls
og Skarðsdal. Undirrituð er boðuð vegna
formennsku í Hundamannafélaginu Trölla.
Þar sem þær ákvarðanir sem teknar verða í framhaldi af fyrrnefndum samráðsfundi varða ekki einungis undirritaða eða þá meðlimi sem skráðu sig í Trölla á sínum tíma, heldur hundaeigendur á Siglufirði almennt, telur undirrituð rétt að leita eftir skoðunum frá sem flestum hundaeigendum á Siglufirði varðandi þessi mál.
Þar sem einungis er óskað eftir 1 – 3 fulltrúum frá hverjum hagsmunaaðila fyrir sig, geta ekki allir hundaeigendur mætt á fundinn.
Hér með er skorað á alla þá hundaeigendur á Siglufirði sem óska eftir að hafa áhrif á þróun þessara mála og koma skoðun sinni á framfæri á þessum fundi að hafa samband við undirritaða fyrir 22. júní næstkomandi.
Virðingarfyllst
Anna Halla Birgisdóttir
Hólavegi 5
S: 587 14 56
GSM : 864 31 79
Email: ahb4089@gmail.com
Texti: Anna Halla Birgisdóttir
Athugasemdir