Húni og Knörrinn í Siglufjarðarhöfn.

Húni og Knörrinn í Siglufjarðarhöfn. Skipverjar munu bjóða gestum og gangandi að skoða skipin á milli 15 og 17. Einnig verður opið hús í Slippnum á sama

Fréttir

Húni og Knörrinn í Siglufjarðarhöfn.

 

Texti tekin af heimasíðu Húna. www.huni.is

Nú eru fimmtíu ár frá því að happafleytunum Knerrinum og Húna II var hleypt af stokkunum á Akureyri, báðir eru þeir hannaðir af annáluðum skipasmíðameistara, Tryggva Gunnarssyni. Að tilefni hálfrar aldar afmælisins leggja Norðursigling og Hollvinir Húna í hringsiglingu um landið á skipunum tveimur.


Ferðinni er ætlað að vekja athygli á strandmenningu og mikilvægi slíkra skipa í sögu íslendinga og þeirri arfleifð sem í þeim býr. Bæði eru skipin smíðuð úr bestu eik og hönnuð til að standast válynd veður og sjólag við Íslandsstrendur. Knörrinn er 15,15 metra, 19,27 lesta stokkbyrt þilfarsskip og Húni II er 27,48 metra, 117,98 lesta stokkbyrt þilfarsskip. Þrátt fyrir umtalsverðan stærðarmun, má glögglega sjá skyldleikann í skrokklaginu og styrkleikann í yfirbragðinu.


hreidar

Sigling Húna II og Knarrarins hófst þann 11. maí s.l. en áætlað er að skipin verði í Siglufjarðarhöfn í dag 22.maí.

Skipverjar munu bjóða gestum og gangandi að skoða skipin á milli 15 og 17. Einnig verður opið hús í Slippnum á sama tíma.


hreidar


Myndir. Hreiðar Jóhannsson.


Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst