Norræn Strandmenningarhátíð

Norræn Strandmenningarhátíð Húni ll lagðist að bryggju á Siglufirði kl. 14:00 í dag með gesti af Sail Húsavík sem voru hér í dag og skoðuðu sig um í

Fréttir

Norræn Strandmenningarhátíð

Húni ll legst að Hafnarbryggju
Húni ll legst að Hafnarbryggju
Húni ll lagðist að bryggju á Siglufirði kl. 14:00 í dag með gesti af Sail Húsavík sem voru hér í dag og skoðuðu sig um í bænum. Fóru þau á söfn og veitingastaði og borðuðu síðan á Rauðku girnilega sjávarrétti.  


Í lok dvalar sinnar á Siglufirði lýstu gestirnir yfir mikilli ánægju með ferðina og allt það sem Siglufjörður hefði upp á að bjóða. Gestirnir voru flestir frá strandbæjum í Noregi og Svíþjóð og sögðu að þeir gætu margt lært af því hvernig Siglfirðingar hefðu varðveitt sína menningu og byggðu nú á henni sem glæsilegur ferðamannabær sem væri mjög spennandi viðkomustaður að þeirra mati. Hér væri greinilega mikið af hæfileikaríku og viðkunnanlegu fólki sem gaman væri að sækja heim.

Síðan fóru farþegarnir undir leiðsögn Fjallasýnar með rútu til Húsavíkur kl. 21:00 eftir mjög ánægjulegan dag á Siglufirði.

Nokkrar myndir af hópnum.





















Jón Ellert Guðjónsson skipstjóri á Húna ll og Jónas Sumarliðason hafnarvörður í Fjallabyggð.



Sönghópurinn Gómar og Miðaldarmenn að skemmta gestum í Kaffi Rauðku.









Starfsfólk Kaffi Rauðku, Erla Helga Guðfinnsdóttir, Hafrún Hilmarsdóttir, og María Björnsdóttir.

Texti og myndir: GJS





Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst