Hvað heitir stjarnan ?
sksiglo.is | Almennt | 23.09.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 638 | Athugasemdir ( )
Ljósmyndarinn vaknaði um klukkan 04:30 á fimmtudagsmorgun síðast liðinn og sá þessa stjörnu í um 45° uppi á austurhvolfinu. Stjarnan var mjög björt og skar sig vel úr á meðal annarra stjarna í kring.
Þá var önnur um 90° upp á suðurhvolfinu, en þrífóthausinn undir myndavélinni náði ekki að rísa nóg til að taka einnig af henni mynd. Meðfylgjandi mynd er mikið "kroppuð", en spurningin er: Hvaða stjörnur voru þetta: Svar sendist á gs18@simnet.is .Texti og mynd: SK
Athugasemdir