Stormar á sviði
Jóhann Örn Mattíasson tók þessa mynd.
Líklega er þetta 17. júní skemmtun sem haldin hefur verið á skólaballanum og hugsanlega gæti árið verið 1966 eða eitthvað nálægt því í aðra hvora áttina.
Ef ártalið er einhver þvæla hjá mér þá vonandi leiðréttið þið mig.
Upplýsingar frá Ómari Haukssyni (sjá athugsemdir)
Hljómsveitin heitir Stormar og myndin er tekin á skemmtun á skólabalanum í tilefni af 150 ára verslunarafmæli og 50 ára
kaupstaðarafmæli Siglufjarðar árið er 1968.
Frá vinstri: Jósep Blöndal,Friðbjörn Björnsson, Rafn Erlendsson, Theódór Júlíusson og Ómar Hauksson. Til gamans má geta þess að Stormar verða 50 ára á næsta ári.
Hér er svo önnur mynd af sömu hljómsveit.
Athugasemdir