Hvalaskoðun úti í Strákum

Hvalaskoðun úti í Strákum Mikil hvalagengd er um allan sjó úti fyrir Norðurlandi. Frá Siglufirði mátti á þriðjudagskvöldi sjá fjöldann allan af

Fréttir

Hvalaskoðun úti í Strákum

Hvalaskoðun
Hvalaskoðun

Mikil hvalagengd er um allan sjó úti fyrir Norðurlandi. Frá Siglufirði mátti á þriðjudagskvöldi sjá fjöldann allan af stórhveli sem við nánari athugun reyndust vera hnúfubakar – virðast þeir skipta tugum og skipa sér í smáhópa sem bylta sér með gufublæstri í miklu æti vítt og breitt um hafið nokkrar mílur undan landi.

Á mánudag voru hvalirnir nær fjarðarmynninu og allt  vestur undir Almenninga og gátu þá vegfarendur heyrt blásturinn frá þeim upp á þjóðveg. Á meðfylgjandi myndum Sveins Þorsteinssonar er fólk í hvalaskoðun á Landsenda, við munna Strákaganga Siglufjarðarmegin, og síðan má greina hval í fjarska og loks vaðandi fiskitorfur sem ætla má að séu makríll eða síld.

Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu á Húsavík sagðist aldrei hafa vitað um annað eins af hnúfubak og nú er á Skjálfandaflóa og inn um Eyjafjörð – en hrefnan væri horfin. Sagði Hörður ennfremur að vel gengi með hvalaskoðunina frá Ólafsfirði og nóg af hnúfubak að sjá þar sem annarsstaðar


Texti: ÖK

Myndir: Sveinn Þorsteinsson


Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst