Hvalaskoðun úti í Strákum
Mikil
hvalagengd er um allan sjó úti fyrir Norðurlandi. Frá Siglufirði
mátti á þriðjudagskvöldi sjá fjöldann allan af stórhveli sem við nánari
athugun reyndust vera hnúfubakar – virðast þeir skipta tugum og skipa
sér í smáhópa sem bylta sér með gufublæstri í miklu æti vítt og breitt
um hafið nokkrar mílur undan landi.
Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu á Húsavík sagðist aldrei hafa vitað um annað eins af hnúfubak og nú er á Skjálfandaflóa og inn um Eyjafjörð – en hrefnan væri horfin. Sagði Hörður ennfremur að vel gengi með hvalaskoðunina frá Ólafsfirði og nóg af hnúfubak að sjá þar sem annarsstaðar
Texti: ÖK
Myndir: Sveinn Þorsteinsson
Athugasemdir