Það er svo margt ...

Það er svo margt ... Í hvassri norðanátt og slydduhríð í gær, þriðjudag, skráðu fjöllin hitastigið betur en nokkur veðurathuganamaður gat gert.  Á

Fréttir

Það er svo margt ...

Í hvassri norðanátt og slydduhríð í gær, þriðjudag, skráðu fjöllin hitastigið betur en nokkur veðurathuganamaður gat gert.  Á meðfylgjandi mynd sem tekin var yfir höfnina kl. 14.15 liggur Múlaberg við bryggju og bíður af sér bræluna.

Í hlíð Staðarhólshnjúks, í bakrunni, má sjá að hitastigið hefur legið í þremur lögum. Neðst eru sjávarbakkar nær snjólausir eftir bleytulenju í  1° hita. Nokkru ofar fer jörð að hvítna í 0° þar sem slyddan klessist í brekkurnar. Og enn ofar, ofan við línu sem er eins og dregin með reglustiku í 350 m hæð, er komið frost og snjókornin fjúka undan vindi yfir móa og mela og leita skjóls í lægðum.

-    
Texti og mynd: ÖK




Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst