Í góđum gír á leiđ á tónleika
sksiglo.is | Almennt | 27.09.2013 | 13:36 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 450 | Athugasemdir ( )
Ég rakst á tónlistamennina Óskar og Skúla á Kaffi Rauðku í dag þar sem þeir dreyptu á funheitu kaffi meðan þeir létu tímann líða. Í kvöld verða þeir nefnilega með tónleika í Ólafsfjarðarkirkju en þar hefur Óskari lengi langað að spila.
Óskar segir að vel sé látið að tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju, falleg kirkja þar sem viðburðir séu almennt vel sóttir. Það er gaman að fá nú loksins tækifæri til að koma fram í henni segir Óskar en þeir félagar spiluðu með góðum undirtektum á Akureyri í gærdag.
Athugasemdir