Icesave 3 ?
Stefán Már Stefánsson prófessor við Háskóla Íslands og frístunda Siglfirðingur flutti erindi um Icesave III, þ.e. lög nr. 13/2011 um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingastjóðs innistæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.
Tilefni fundarins var væntanleg þjóðaatkvæðagreiðsla 9. apríl nk. þar sem kosið verður um framtíðargildi laganna.


Athugasemdir