Iðjan í nýtt húsnæði í Aðalgötu 7

Iðjan í nýtt húsnæði í Aðalgötu 7 Í dag fór fram formlega afhending á nýrri aðstöðu fyrir starfsemi Iðjunnar að Aðalgötu 7.  Húsnæðið er leiguhúsnæði í

Fréttir

Iðjan í nýtt húsnæði í Aðalgötu 7

Í dag fór fram formlega afhending á nýrri aðstöðu fyrir starfsemi Iðjunnar að Aðalgötu 7.  Húsnæðið er leiguhúsnæði í eigu Nafar ehf.
  Húsnæðið er sérstaklega hannað og innréttað með þarfir starfseminnar í huga.   Iðjan hefur verið starfandi allar götur frá árinu 1992 og er nú loksins komin í húsnæði sem tekur miða af starfseminni hvort heldur sem litið er til þjónustunnar eða aðgengis.

Starfsmenn iðjunnar eru Lilja Kristín Guðmundsdóttir, Þórey Guðjónsdóttir og Agnes Þór Björnsdóttir og hefur Lilja leitt starfsemina frá upphafi.  Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, Anna Kristinsdóttir og Hrafnhildur Sverrisdóttir sungu lög við undirspil Elíasar Þorvaldssonar  og tóku gestir vel undir.  í lok dagskrár spilaði Hugljúf Sigtryggsdóttir lög á þverflautu.

Jafnhliða afhendingunni undirrituðu aðildarsveitarfélög Byggðasamlags málefni fatlaðra samning um þjónustu við fatlað fólk á starfssvæðinu. 

Með yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga um síðustu áramót ákváðu sveitarfélög byggðasamlagsins að halda áfram tíu ára farsælu samstarfi og gerðust  Bæjarhreppur og Dalvíkurbyggð jafnframt aðilar. Byggðasamlagið telur því nú tíu sveitarfélög.  Við þessar breytingar verður til nýtt þjónustusvæði Fjallabyggð og Dalvíkurbygg og mun Iðjan þjónusta fatlaða einstaklinga á því svæði.

 Myndir frá deginum hér

ljósmyndir GJS

Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst