Ísland verður eitt „heitasta“ ferðamannalandið á næsta ári

Ísland verður eitt „heitasta“ ferðamannalandið á næsta ári Ísland stefnir í að verða eitt „heitasti“ staðurinn fyrir ferðamenn á komandi ári,

Fréttir

Ísland verður eitt „heitasta“ ferðamannalandið á næsta ári

Placid Bláa lónið dregur ferðamenn til sín.
Placid Bláa lónið dregur ferðamenn til sín.
Ísland stefnir í að verða eitt „heitasti“ staðurinn fyrir ferðamenn á komandi ári, þar sem verði á sumarferðum hefur lækkað um helming. Þetta fullyrðir breska blaðið The Times á fréttavef sínum í dag. Hrun efnahagskerfisins hefur, að sögn blaðsins, leitt til þess að ferðaþjónustuaðilar hafa lækkað verð til að laða að erlenda ferðamenn. Gengi krónunnar spilar hér auðvitað stærsta hlutverkið.  

Times vitnar til þess að á Google-leitarvélinni hafi upplýsingaleit um Ísland og ferðir til Íslands, aukist um 60% á síðustu tveimur mánuðum og eru flestar leitaraðgerðir frá tölvum í Bretlandi.

Tekið er sem dæmi að Cox & Kings ferðaskrifstofan, hafi í dag auglýst þriggja nátta ferðir til Íslands fyrir 350 pund með hóteli og flugi. Talsmaður ferðaskrifstofunnar segir að slíkur pakki hafi áður verið á 7-800 pund.

Times

 


Athugasemdir

12.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst