Íslandsmót unglinga í badminton.
sksiglo.is | Almennt | 04.03.2011 | 10:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 448 | Athugasemdir ( )
Íslandsmót unglinga í badminton verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði núna um helgina 5. og 6. mars n.k.
Keppendur eru um 220 frá 11 félögum af öllu landinu.
Félögin eru : TBS, TBR, TBA, BH, ÍA, UMSB, Umf Þór, UMFA, Hamar,KR, Samherjar. Mótið byrjar kl: 09.00 á laugardag á báðum stöðum.
Á Siglufirði byrja U-11, Snáðar og Snótir að keppa frá kl: 09.00 - 11.00 í einliðaleik. Þau spila í útsláttarkeppni með aukaflokki, eina lotu í 21.
- ATH. Ekki tímasett í mótaskrá -
Í Ólafsfirði keppa U-15, U-17,U-19 kl: 09.00.
U-13 byrja keppni kl:11.00 á Siglufirði.
Allir úrslitaleikir eru spilaðir á Siglufirði á sunnudag kl: 09.00 auk undanúrslitaleikja
( hér er ekki átt við U-11 flokkinn )
Heimasíða TBS: 123.is/tbs
Ágætu bæjarbúar komið og sjáið spennandi keppni.
Allir velkomnir
Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar
Badmintonsamband Íslands
Athugasemdir