Íslenska Gámafélagið. Plastflokkun
Á dögunum var frétt í
ríkissjónvarpinu um söfnun plasts. Þar kom fram að nær öllu plasti sem safnað
væri á Akureyri væri brennt, annað hvort á Húsavík eða á Suðurnesjum. Jafnframt
kom það fram að sama vandamál hefði komið upp hjá SORPU.
Af þessu tilefni er rétt að taka
fram að öllu plasti sem safnað hefur verið hjá íbúum Fjallabyggðar hefur verið
ekið suður til Reykjavíkur í flokkunarmiðstöð Íslenska Gámafélagsins í
Gufunesi. Þar er farið í gegnum plastið, og annan endurvinnanlegan úrgang, og honum
komið til endurvinnslu sem frekast er kostur.
Mikilvægt er að hráefnin séu tiltölulega hrein og algerlega laus við matvæli. Þeir sem skola plastið og tryggja að vel sé frá því gengið geta verið öruggir um að það fari til endurvinnslu. Starfsmenn fyrirtækisins sjá til þess að flokka það sérstaklega og hlaða í gáma sem fara til endurvinnslu.
Þess má geta að um 250% aukning hefur verið í útfluttu plasti hjá fyrirtækinu, enda eru viðskiptavinir okkar duglegir að skila til okkar góðu hráefni sem hægt er að endurvinna.
Texti og myndir: Aðsent
Athugasemdir