Íslenska Sjávarútvegssýningin

Íslenska Sjávarútvegssýningin „Já já, ég er kominn suður og ætla mér að skoða sýninguna, enda nauðsynlegt að fylgjast með tækninýjungum og framförum. 

Fréttir

Íslenska Sjávarútvegssýningin

Sjávarútvegssýningin 2011
Sjávarútvegssýningin 2011

„Já já, ég er kominn suður og ætla mér að skoða sýninguna, enda nauðsynlegt að fylgjast með tækninýjungum og framförum. 

Ég byrja líklega fyrst á því að skoða básana sem eru með fiskvinnsluvélar og þar á eftir reyni ég að kynna mér nýjungar í dýptarmælum og fjarskiptabúnaði,“ segir Garðar Ólason útgerðarmaður í Grímsey sem rekur fyrirtækið Sigurbjörn fiskverkun.

Sýningin er haldin í Smáranum í Kópavogi og er sú tíunda í röðinni. Hún nær til allra þátta í fiskveiðum í atvinnuskyni og er orðin umfangsmesta sýningin í greininni á norðurslóðum. Sýningarrýmið er um 13.000 fermetrar, bæði innan- og utanhúss. Um 500 fyrirtæki sýna allt það nýjasta á sviði fiskveiða í atvinnuskyni. Gestir á sýningunni árið 2008 voru liðlega 12.000 frá samtals um 50 þjóðlöndum.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í kvöld og fer athöfnin fram í Gerðasafni. Þau voru fyrst veitt árið 1988 og er ætlað að vekja athygli á því besta á sviði sjávarútvegs. Garðar vonast til að hitta marga kunningja og vini á sýningunni.

„Þetta er líka mannamót, þarna safnast saman áhugafólk um sjávarútveg þannig að ég hlakka mikið til spóka mig um í Smáranum, skoða sem flesta bása og spjalla við skemmtilegt fólk.“

Texti og mynd: Aðsent


Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst