Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013

Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013 Laugardaginn 28.desember 2013 var íþróttamaður Fjallabyggðar valinn. Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna og

Fréttir

Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013

Laugardaginn 28.desember 2013 var íþróttamaður Fjallabyggðar valinn.

 

Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna og íþróttasamband Fjallabyggðar stóðu fyrir valinu

Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur staðið fyrir valinu síðan 1979 í Siglufirði en í kjölfar sameiningar sveitafélagana sameinuðust Kiwanisklúbburinn og UIF um þessa hátíð og hafa gert síðan 2011.

 

12 aðildarfélög eru að UIF sem öll eiga jafnan rétt á að senda inn tilnefningar og heiðra sitt fólk, eftirtalin félög sendu inn tilnefningar þetta árið.

Golfklúbbur Ólafsfjarðar, Golfklúbbur Siglufjarðar, Íþróttafélagið Snerpa, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Skíðafélag Ólafsfjarðar, Skíðafélag Siglufjarðar, Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói.

 

Þau félög sem sendu ekki inn þetta árið eru eftirfarandi

Hestamannafélagið Gnýfari, Hestamannafélagið Glæsir, Skotfélag Ólafsfjarðar og Vélsleðafélag Ólafsfjarðar.

 

Fjallabyggð bauð gestum upp á veitingar, Sigló sport gaf 4 x 5.000 inneign og Siglufjarðar apótek 2 x 5.000 inneign í happadrættinu.

 

Verðlaunagripir eru frá KLM, tónlistaratriði frá Tónskóla Fjallabyggðar, myndasmiður Gunnlaugur Guðleifsson, Lóa og Halli á Allanum tóku á móti okkur.

Við þökkum öllum þessum aðilum kærlega fyrir veittan stuðning og alla aðstoðina.

 

Fjallbyggðingar eiga mikið og efnilegt íþróttafólk sem við verðum að halda áfram að hlúa að og hvetja til góðra verka. Því auðvitað eru það forréttindi að geta haldið úti öflugu íþróttastarfi í heimabyggð.

 

 Við óskum íþróttafólkinu okkar til hamingju með góðan árangur á árinu og óskum þeim velfarnaðar á komandi ári.

Fyrir hönd Kiwanis og UIF

Grétar Sveinsson,  María Elín Sigurbjörnsdóttir, Sigurjón Pálsson, Þorgeir Bjarnason, Ágúst Stefánsson og Haukur Sigurðsson

 

 

Gunnlaugur Guðleifsson tók meðfylgjandi myndir og kunnum við honum bestu þakkir  fyrir.

 

Íþróttamaður fjallabyggðarFormaður UIF, Guðný Helgadóttir og forseti Kiwanis Oddbjörn Magnússon með íþróttamann Fjallabyggðar á milli sín, Sævar Birgisson

 

íþróttamaður fjallabyggðarForseti Kiwanisblúbbsins Skjaldar - Oddbjörn Magnússon

 

íþróttamaður fjallabyggðarGrétar Sveinsson og María Elín

 

íþróttamaður fjallabyggðarÞorgeir, Sigurjón og Grétar að draga að boðsmiðahappdrættinu

 

íþróttamaður fjallabyggðar Elísabet Alla Rúnarsdóttir

 

íþróttamaður fjallabyggðarRæðumaður kvöldsins - íþróttamaður Fjallabyggðar 2011 og 2012 - Sævar Birgisson

 

íþróttamaður ársins,Ung og efnileg badminton kona,,  Sigríður Ása Guðmarsdóttir

 

Og svo miklu meira af myndum og skýringartexta hér.


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst