Ytrahúsið í viðgerð
Þetta gamla hús er óðum að taka stakkaskiptum með stuðningsvinnu Rauðkumanna. Og sá búningur sem það fær er nákvæmlega eins og prýddi húsið í upphafi, veggborð, gluggar og gluggaskreytingar eru sniðnar eftir upprunalegum fyrirmyndum sem varðveist hafa.
Ytrahúsið-áhugamannafélag eignaðist húsið fyrir átta árum með stuðningi fá Siglufjarðarkaupstað og síðan hefur Húsafriðunarnefnd veitt styrki árlega til endubyggingarinnar. Að sögn áhugamannanna, Sveins, Páls og Örlygs var tilgangurinn með endurbótunum að bjarga húsinu frá niðurrifi, koma því í upprunalegt horf og síðan til einhverra nota.
Framtakssemi þeirra hafi hins vegar verið nokkuð skrykkjótt undanfarin ár og því var það eins og himnasending að fá boð eigenda Rauðku um vinnuframlag sem miðast við að ljúka húsinu að utan á þessu ári.
Texti og myndir:GJS
Athugasemdir