Ytrahúsið í viðgerð

Ytrahúsið í viðgerð Þetta gamla hús er óðum að taka stakkaskiptum með stuðningsvinnu Rauðkumanna. Og sá búningur sem það fær er nákvæmlega eins og

Fréttir

Ytrahúsið í viðgerð

Steypt undir viðbyggingu, Páll Helgason fylgist með
Steypt undir viðbyggingu, Páll Helgason fylgist með

Þetta gamla hús er óðum að taka stakkaskiptum með stuðningsvinnu Rauðkumanna. Og sá búningur sem það fær er nákvæmlega eins og prýddi húsið í upphafi, veggborð, gluggar og gluggaskreytingar eru sniðnar eftir upprunalegum fyrirmyndum sem varðveist hafa.

Athygli vekur klæðnig á suðurhlið en þar er merkt fyrir gamla húsinu, Ytrahúsi frá 1861, sem núvernadi hús var byggt við árið 1905. Það upprunlega var rifið 1978 en sá partur sem eftir stendur er líklega sjötta eða sjöunda elsta hús bæjarins. Þar var fyrsta póst- og símstöð á Siglufirði og einnig er talið að Sparisjóðurinn hafi átt þar aðsetur um skeið. Um áratugi var þar rekin verslun sem gekk kaupum og sölum og margir áttu.

Ytrahúsið-áhugamannafélag eignaðist húsið fyrir átta árum með stuðningi fá Siglufjarðarkaupstað og síðan hefur Húsafriðunarnefnd veitt styrki árlega til endubyggingarinnar. Að sögn áhugamannanna, Sveins, Páls og Örlygs var tilgangurinn með endurbótunum að bjarga húsinu frá niðurrifi, koma því í upprunalegt horf og síðan til einhverra nota.

Framtakssemi þeirra hafi hins vegar verið nokkuð skrykkjótt undanfarin ár og því var það eins og himnasending að fá boð eigenda Rauðku um vinnuframlag sem miðast við að ljúka húsinu að utan á þessu ári.

Texti og myndir:GJS





Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst