Jákvæðar fréttir úr Fjallabyggð

Jákvæðar fréttir úr Fjallabyggð Nú er blásið til jákvæðrar sóknar í Fjallabyggð. Þórarinn Hannesson eða Tóti í Ljóðasetrinu, hefur blásið í ansi hreint

Fréttir

Jákvæðar fréttir úr Fjallabyggð

Nú er blásið til jákvæðrar sóknar í Fjallabyggð.
 
Þórarinn Hannesson eða Tóti í Ljóðasetrinu, hefur blásið í ansi hreint jákvæða herlúðra og hélt kynningarfund í Ljóðasetri Íslands um mjög svo þarft og skemmtilegt verkefni föstudaginn 27. desember.
 
Stofnuð hefur verið facebook síða sem ber nafnið "Jákvæðar fréttir úr Fjallabyggð" og er á þessari slóð hér fyrir neðan :  
 
 
Verkefnið gengur út á að vekja athygli á góðum verkum í Fjallabyggð og auka samkennd á milli íbúa. 
 
Verkefnið er unnið í samvinnu við þær Margréti og Maríu á Trölla FM 103,7 og munum við segja frá því og ræða um það í þættinum hjá þeim annað kvöld en M&M eru annars með þátt sinn á Trölla FM 103,7 á miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:00 - 22:00 
 
Vísan sem Tóti samdi í tilefni fundarins segir í raun og veru allt sem segja þarf og er hér fyrir neðan.
 
Jákvæðar fréttir úr Fjallabyggð 
færum við ykkur í dag.
Aukum samkennd, eflum dyggð 
og okkar bæjarbrag.
 
Á facebook-síðu verkefnisins er þetta að finna :
 

Markmiðið með verkefninu er m.a. að dæla út í samfélagið jákvæðum fréttum af öllum þeim góðu verkum sem hér eru unnin og þeim spennandi verkefnum sem eru í gangi í Fjallabyggð, vekja á þeim athygli og skapa jákvæðari umræðu.

Fréttaflutningurinn verður þó aðeins í skeytastíl, þ.e. ekki ítarlegar fréttir, en fjölmiðlar og fréttasíður mega gjarnan taka upp efni af síðunni og vinna um það nánari fréttir.

Ef þú ert með áhugaverða og jákvæða frétt af lífinu í Fjallabyggð máttu gjarnan senda okkur skilaboð hér á síðunni en athugið þó að þetta er ekki síða til að auglýsa viðburði aðeins til að segja fréttir af viðburðum/verkum sem hafa farið fram.
 
Glæsilegir JÁ-kvæðir straumar úr Fjallabyggð og um að gera að deila jákvæðninni áfram.
 
Og svo nokkrar myndir af þessu skemmtilega og jákvæða fólki sem mætti á fundinn.
 
jákvættGuðmundur Gauti er einn af okkar jákvæðustu mönnum og brosti allan hringinn á fundinum.
 
 
jákvættHér eru Sirrý, María, Margrét, Gulli Stebbi, Björn Valdimarsson og Guðný Pálsdóttir að ræða jákvæð mál.
 
jákvættMaría jákvæða en hún er annar stjórnandi jákvæða þáttarins M&M sem er á FM Trölla.
 
jákvættGuðný Páls hefur verið alveg hreint ljómandi jákvæð alveg síðan uppáhalds tengdasonur hennar byrjaði með dóttur hennar.
 
jákvættMaría og Margrét í M&M
 
jákvættValgeir Sigurðsson las jákvæð ljóð.
 
jákvættMargrét og Gulli Stebbi.
 
jákvætt

Athugasemdir

09.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst