Jarðskjálfti 4,3 í Eyjafjarðarál

Jarðskjálfti 4,3 í Eyjafjarðarál Jarðskjálfti 4,3 að stærð mældist í Eyjafjarðarál 25 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði rétt fyrir klukkan átta í

Fréttir

Jarðskjálfti 4,3 í Eyjafjarðarál

Jarðskjálfti 4,3 að stærð mældist í Eyjafjarðarál 25 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði rétt fyrir klukkan átta í morgun. Annar skjálfti 4,0 að stærð mældist síðan hálftíma síðar.

Skjálftarnir fundust mjög greinilega á Siglufirði og einnig á Ólafsfirði. Starfsfólk bæjarskrifstofu Fjallabyggðar á Siglufirði, sem er á 3. hæð ráðhússins í miðbænum, fann högg í bæði skiptin.

Að sögn Martin Hensch, jarðskjálftafræðings á Veðurstofunni, hafa að auki nokkrir skjálftar undir þremur að stærð mælst í morgun. Þetta er framhald skjálftavirkni sem verið hefur á svæðinu undanfarna daga. Þessi virkni er þekkt í jarðskjálftasögunni og ekkert sem bendir til meiriháttar atburða.

Texti: Rúv

Kort: Veðurstofa Íslands




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst